Ívar Baldvin er starfandi hljóðmaður hjá Stúdíó Sýrlandi. Þar hefur hann starfað síðan um
mitt ár 2011 . Áður en hann hóf störf hjá Stúdíó Sýrland lauk hann hljóðtækninámi í Tækniskólanum snemma árs 2010 og tók að sér ýmis verk í verktöku þar til að hann settist að í höfuðstöðvum Stúdíó Sýrlands.
Ívar hefur stundað nám í hljóðfæraleik, tónfræði og hljóðupptöku, er varaformaður stjórnar Lúðrasveitar verkalýðsins og er einnig vel að sér í annari fjölmiðlun eins og myndbandavinnslu og vefsíðugerð.
Í dag felst starf hans aðallega í talsetningu á kvikmyndum og sjónvarpsþáttum fyrir sjónvarpsstöðvar og kvikmyndahús landsins, kennslu í hljóðtækni, hljóðupptökum og hljóðeftirvinnslu við tækniskólann auk upptöku á tónleikum og plötum til útgáfu.
Nánar upplýsingar um verkefni má finna hér